Fyrsti laxinn veiddur á Jökuldal

Fyrsti laxinn sem vitað er til að veiðst hafi á Jökuldal veiddist rétt fyrir hádegi á mánudag. Árni Jóhannesson, félagi í Mokveiðifélaginu, náði fisknum með túbu.

 

Þetta var smálax og honum sleppt aftur. Það var Jón Hallgrímsson, bóndi á Mælivöllum, sem sá laxinn í hyl við brúna hjá bænum og kallaði á tengdasoninn. Hylurinn hefur fengið nafnið Jónshylur.

Hingað til hefur verið óvissa um fiskgengd upp Jökulsá á Dal vegna erfiðra fossa og flúða á leiðinni, ásamt því sem hindrun hefur verið talin við Steinboga skammt ofan aðalbrúnnar yfir ána. Nokkuð hefur rignt á svæðinu að undanförnu og talið að laxinn hafi notað aukið vatnsmagn til að fleyta sér yfir höftin. Einnig kann eitthvert náttúrulegt klak að vera á svæðinu því engum seiðum var sleppt í Hnefilsdalsá í fyrra.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar