Gáfu hjartastuðtæki til Breiðdælinga

Þann 4. maí afhenti Breiðdalsdeild Rauða kross Íslands nýtt hjartastuðtæki til notkunar í íþróttahúsi og sundlaug Breiðdælinga. Tækið er hálfsjálfvirkt PAD-tæki, afar einfalt í notkun og ,,talar" íslensku við þann sem gæti þurft að nota það. Fyrr í vetur fékk björgunarsveitin Eining samskonar tæki að gjöf frá aðstandendum Þórs Rúnars Baker, sem lést í bílslysi í Berufirði, og er það tæki staðsett í Land Rover-bifreið sveitarinnar.

breidalur_hjartastutki.jpg

Mynd: Unnur afhendir Sigga Ella hjartastuðtækið/Breiðdalshreppur

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.