Grasrótin er undiralda sköpunarkraftsins
Menningin blómstrar á Héraði í sumar sem aldrei fyrr og kennir ýmissa forvitnilegra grasa í þeirri flóru.
Viðburðir á Fljótsdalshéraði sumarið 2009
23. apríl - Dauðir rísa… úr gröfum Skriðuklausturs
Minjasafn Austurlands opnar viðamikla sýningu í Safnahúsinu.
Exhibition: “The dead rise from the graves in Skriduklaustur” opens in the East Iceland Heritage Museum.
23. apríl – Sumarfagnaður eldri borgara á Fljótsdalshéraði
Haldinn í Hlymsdölum kll. 15:00. Allir eldri borgarar á Fljótsdalshéraði hjartanlega velkomnir, enginn aðgangseyrir.
Umsjón með fagnaðinum hafa kvenfélagið Bláklukka Egilsstöðum, Kvenfélagið í Hróarstungu og kvenfélag Hjaltastaðaþinghár.
24. - 26. apríl - Þjóðleikur
Stærsta leiklistarhátíð á Íslandi á Egilsstöðum.
14 leikhópar ungs fólks á aldrinum 13-20 ára frá öllu Austurlandi sýna 3 leikverk á 28 leiksýningum á 4 sýningarstöðum í Valaskjálf og Sláturhúsinu á Egilsstöðum.
Miðasala í Sláturhúsinu, miðaverð 2.000 kr. og gildir á allar sýningarnar.
The largest theatre festival in Iceland in Egilsstadir April 24-26, tickets available in the Slaughterhouse Culture Center.
28. apríl kl. 20:00
Sumarmálakvöldvaka í Egilsstaðakirkju
Sönghópurinn Útmannasveitin flytur blandaða söngdagskrá.
Að þessu sinni heiðrum við þrjár horfnar tónhetjur: Sigvalda Kaldalóns,
Pál Ísólfsson og Sigfús Einarsson. Stjórnandi: Suncana Slamnig.
Concert to honour east Icelandic poets in Egilsstadir church on April 28.
3. maí
- List án landamæra
Listahátíð fatlaðra og ófatlaðra í Sláturhúsinu á Egilsstöðum
kl. 14-18 þar sem landamærin eru útmáð.
Leiklist - Myndlist - Tónlist - Danslist - Handverk - Grænlenskur trommudans
- Geðveikt kaffihús í umsjón Kvenfélagsins Bláklukku og fl.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!
Art without borders festival May 3rd in the Slaugherhouse Culture Center. No admission, theater, arts, drum dancing from Greenland, children dance exhibition and a mad coffee house.
3. maí BUBBI Á EGILSSTÖÐUM
Valaskjálf kl. 20:30, húsið opnað kl. 20:00, miðaverð 2.000 kr., miðasala á www.midi.is og við innganginn.
Bubbi Morthens, Iceland most loved musician. Concert in Valaskjálf May 3rd, tickets available at www.midi.is or at the door.
14. maí - Leikskólinn Tjarnarland 30 ára
Fimmtudaginn 14. maí kl. 14. Af því tilefni verður haldin mikil menningarveisla og verður boðið til hennar fjölskyldum nemenda og vinum og velunnurum Tjarnarlands. Dagskráin verður fjölbreytt og það verða nemendur sem stíga á stokk. M.a. verður á dagskrá blandaður kór nemenda og eldri borgara og afmælisveitingar að hætti Tjarnarlands.
The Tjarnarland child care center celebrates 30 years with a culture festival for guests and parents.
9. - 23. maí - Sýning Katrínar Jóhannesdóttur
“frá Viborg til www”
Útskriftarsýning Katrínar en hún útskrifaðist nýlega frá Textilseminariet í Viborg, Danmörku. Nú er hún flutt heim og á Austurlandið, þar sem hún kennir textílgreinar við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað. Prjónaðir kjólar, peysur og fylgihlutir, hannað með íslenska þjóðbúninginn í huga. Sjá nánar á www.katy.is.
Fresh Icelandic fashion design in the Slaughterhouse Culture Center. Opening May 9th, open daily from 14-18.
30. maí - Elvis - leiðin heim
Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýnir nýtt leikverk í Bragganum við Sláturhúsið. Höfundur og leikstjóri: Sigurður Ingólfsson.
Theater: “Elvis-the road home” by Sigurður Ingólfsson premiers in the Braggi next to the Slaughterhouse Culture Center May 30th.
Frú Norma leikhús
verður hjá okkur í sumar - www.frunorma.is
Theater: check out www.frunorma.is
13. júní - Vegareiði rokktónleikar
Í Bragganum við Sláturhúsið.
Rock concert June 13 in the Braggi next to the Slaughterhouse Culture Center. Check out Sláturhúsið on Facebook for more info.
17. júní - Þjóðhátíðarstemning í Tjarnargarðinum.
We celebrate June 17, our national independence day.
17. júní - Testosterone
Sumarsýning MMF í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.
Grasrótin er undiralda sköpunarkraftsins
Eyjólfur Skúlason - Grétar Reynisson - Kormákur Máni Hafsteinsson - Skarphéðinn Þórisson - Skarphéðinn Þráinsson.
Opið daglega til 8. ágúst.
Summer Exhibition in the Slaughterhouse Culture Center: Testosterone. Grass root celebration, 5 local male artists shine in photography, sculpture and more. No admission.
17. júní - Sumarsýning Minjasafns
Austurlands, ást og rómantík
Sýningin verður opin í allt sumar.
20. júní - Skógardagurinn mikli
Fjölskylduhátíð í Hallormsstaðaskógi með grillveislu, ketilkaffi og dúndrandi dagskrá.
Family festival in Hallormsstadur forest on June 20th.
24. - 27. júní - Jasshátíð Egilsstaða á Austurlandi
Jasshátíð Egilsstaða á Austurlandi er elsta jasshátíð landsins. Tónleikar á Egilsstöðum, Fjarðabyggð og e.t.v. fleiri stöðum á Austurlandi. Sjá nánar þegar nær dregur á www.jea.is
Egilsstadir Jazz Festival June 24-27th, concerts in different locations in east Iceland, the oldest jazz festival in the country.
26. júní - Vinabæjamót Egilsstaða
Danmörk - Svíþjóð - Noregur - Finnland
Sjá nánar á www.fljotsdalsherad.is
Egilsstadir welcomes guests from Denmark, Sweden, Norway and Finland.
3. - 5. júlí - Sumarhátíð UÍA
Íþróttahátíð fyrir alla Austfirðinga á Vilhjálmsvelli. Keppt verður í mörgum íþróttagreinum.
Sports competition and celebration July 3-5 in Egilsstadir.
14. - 23. ágúst - Ormsteiti Héraðshátíð
Festival of the worm August 14-23rd.
15. ágúst - Einu sinni er
Glæsileg farandsýning Handverks og hönnunar opnar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Travelling design and crafts exhibition open in the Slaughterhouse Culture Center August 15th.
15. ágúst - Möðrudalsgleði
Grillveisla - Útitónleikar með KK - Leikir fyrir börnin - Messa og messukaffi - Málverkasýning í hlöðunni - Dansleikur fram á rauða nótt - Gönguferð með Venna bónda í Möðrudal - Stórvalsstemning þar sem 101 Herðubreið verða málaðar.
Celebration of the censes in Modrudalur, up in the highlands.
Don’t miss this fantastic culture day.
Hákon Aðalsteinsson - Skáldið og skógarbóndinn frá Vaðbrekku
Tónleikar og skemmtun til heiðurs höfðingjanum Hákoni Aðalsteinssyni skáldi og skógarbónda.
Nánar auglýst þegar nær dregur.
Concert and celebration in honour of a fallen poet and local icon, Hákon Aðalsteinsson, date at a later time.
ATH. Þessi viðburðalisti er ekki tæmandi og er birtur með fyrirvara um breytingar.
_____________
Um MMF
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs (MMF) var stofnuð form-lega um mitt ár 2005 og er skrifstofa hennar og aðsetur í Sláturhúsi - menningarsetri, Kaupvangi, Egilsstöðum. Með stjórn Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs fer menningarnefnd Fljóts-dalshéraðs en framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar er Ingunn Anna Þráinsdóttir.
Hlutverk MMF er að standa fyrir og stuðla að eflingu lista- og menningarstarfs á Fljótsdalshéraði með sérstakri áherslu á sviðslistir samkvæmt samningi sem gerður var við Menningarráð Austurlands. MMF sinnir og hefur frumkvæði að þróunarstarfi, fræðslu- og þekkingaruppbyggingu á sviði sviðslistar og allrar annarrar listar, sem nýtast skal fjórðungnum öllum.
Menningarmiðstöðin stendur fyrir listsýningahaldi af ýmsu tagi auk þess að aðstoða listamenn við ýmis verkefni, námskeið og fleira. MMF telur það afar mikilvægt að kynna list fyrir unga fólkinu og því er lagt upp úr því að bjóða skólum á svæðinu til listviðburða og þá jafnframt fræðslu í leiðinni.
Helstu samstarfsverkefni MMF eru videolistahátíðin 700.is hrein-dýraland, List án landamæra í góðu samstarfi við Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Jasshátíð Egilsstaða á Austurlandi og Þjóðleikhúsið svo eitthvað sé nefnt.
Allar nánari upplýsingar veitir Ingunn hjá MMF í síma 899 5715, netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.