Grunnskólanemendur í fornleifafræði

Eitt af nýjustu verkefnum safnkennslunnar á Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum er fornleifauppgröftur fyrir nemendur. Nemendur undirbúa heimsókn sína á safnið með vefleit þar sem þeir afla sér upplýsinga um fornleifar, jarðlög og staðarins þar sem uppgröftur fer fram í þykjustunni. Þeir koma síðan á safnið 8-10 saman í hóp. Heimsóknin hófst á því að skoða nýja sýningu safnsins, Dauðir rísa - úr gröfum Skriðuklausturs, en hún tengist uppgreftri beinagrinda frá Skriðuklaustri. Nemendur fengu leiðbeiningar um aðferðir fornleifafræðinga við uppgröft og brugðu sér sjálfir í gervi fornleifafræðinga með tilheyrandi áhöldum og sérstöku skráningarblaði.

beinagrind.jpg

Myndir á heimasíðu safnsins, www.minjasafn.is sýna vinnu nemenda við að grafa, mæla, teikna og skrá fundina sína.

Fornleifauppgröftur fyrir nemendur er eitt af mörgum verkefnum safnkennslunnar Minjasafns Austurlands sem byggist á hugmyndafræði um SKEMMTIMENNTUN. Áhersla er lögð á að heimsóknir nemenda á safnið tengist sýningum og munum safnsins beint og að nemendur fái tækifæri til að upplifa, prófa eða búa til eitthvað byggt á þeirri fræðslu sem þeir hljóta hverju sinni.

Nemendur koma ekki á safnið til að „ganga hringinn um salinn“ með leiðsögn, heldur byggist hver heimsókn á ákveðnu þema, yfirleitt í tengslum við námsefni sem nemendur eru að vinna með. Þannig er reynt að tryggja að nemendur komi mörgum sinnum í heimsókn á safnið á skólagöngu sinni, muni betur eftir því sem þeir fræddust um og skilji sögu og menningu sína betur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.