Halda minningu Sunnefu á lofti með skartgrip

Verslunin Hús handanna á Egilsstöðum hefur í samvinnu við Önnu Guðlaugu Sigurðardóttir, skartgripahönnuð og Kristínu Amelíu Atladóttur, rithöfund, hannað og framleitt skartgripi til minningar um örlög Sunnefu Jónsdóttur og bróður hennar frá Borgarfirði.

Sagan segir að hún hafi sextán ára gömul eignast barn með fjórtán ára bróður sínum. Hún eignaðist annað barn tveimur árum síðar sem líka var kennt við bróðurinn og í kjölfarið voru þau bæði dæmd til dauða fyrir blóðskömm. Málið snérist þegar Sunnefa sagði Hans Wium, sýslumann á Skriðuklaustri í Fljótsdal þar sem hún hafði verið í haldi vera föður seinna barnsins.

„Við gerum þetta til að halda minningu hennar og bróður hennar á lofti,“ segir Lára Vilbergsdóttir hjá Húsi handanna á Egilsstöðum.

Skartgripirnir eru afar táknrænir enda þar fjörusteinar hlekkjaðir í náttúrulegt skart en steinarnir koma frá heimahögum Sunnefu úr Geitavík á Borgarfirði eystra. Þeir eiga að minna á og brýna fólk til að standa vörð um manngildi og grundvallarmannréttindi.

Mynd: Hús handanna

Lengri útgáfa birtist í Austurglugganum sem kom út í vikunni. Hægt er að panta áskrift hér.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.