Helga Steinsson í Hallormsstaðarskóla

Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs 8. júlí var staðfest tillaga fræðslunefndar frá 3. júlí um að gengið verði til samninga við Helgu Magneu Steinsson um starf skólastjóra við Hallormsstaðaskóla. Staðan var fyrir stuttu auglýst laus til umsóknar frá og með næsta skólaári. Alls bárust átta umsóknir um stöðuna. Helga hefur komið að skólamálum mestan sinn starfsaldur og var m.a. skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands til margra ára. Undanfarin misseri hefur Helga starfað sem verkefnisstjóri hjá Fjölmenningarsetri.

helga_m_steinsson.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.