Hrafna Hanna í úrslit Idol

Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir, 21 árs söngkona úr Djúpavogshreppi, komst á föstudagskvöld í úrslit Idol-Stjörnuleitar á Stöð 2.

 

ImageKeppendurnir völdu sér á föstudagskvöld Eurovisonlög og söng Hrafna Hanna lögin All Kinds of Everything og Þér við hlið. Lukkan var þó með henni þar sem dómnefndin viðurkenndi að söngur hennar hefði ekki verið jafn góður og Guðrúnar Lísu Einarsdóttur, sem féll úr leik.
Úrslit keppninnar fara fram næsta föstudagskvöld.
Á vefnum Djupivogur.is kemur fram að síðustu vikur hefur staðið yfir söfnun fyrir Hröfnu sem Tónleikafélag Djúpavogs stendur fyrir. Félagið styrkti Hröfnu um tuttugu þúsund krónur og skoraði á fyrirtæki og félagasamtök í Djúpavogshreppi að jafna þá upphæð. Nokkrir hafa tekið áskoruninni. Þeim fyrirtækjum og félagasamtökum sem taka vilja áskoruninni bent á að hægt er að leggja inn frjáls framlög á reikning 1147-05-546 á kennitölu 120987-3059.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.