HSA býst við 100-150 milljóna niðurskurði á næsta ári

Framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands býst við stofnunin þurfi að skera niður um 100-150 milljónir í rekstri sínum á næsta ári. Búast megi við að áfram verði skorið niður á næstu árum.

 

ImageSkorið verður niður í heilbrigðiskerfinu fyrir um sjö milljarða króna á næsta ári. Einar Rafn Haraldsson, framkvæmdastjóri HSA, segir að ekki sé enn búið að birta forstöðumönnum stofnana áætlanir um niðurskurð, en verði um nokkuð flatan niðurskurð að ræða megi reikna með að HSA þurfi að draga saman um 100-150 milljónir króna í sínum rekstri.

Samkvæmt áætlunum stjórnvalda um jafnvægi í ríkisfjármálum næstu fjögur árin verður á árunum 2009-2013 þarf að minnka ríkisútgjöld um 179 milljarða á tímabilinu. Einar Rafn segir að miðað við þær áætlanir megi reikna með um 300-400 milljóna niðurskurð hjá HSA á árunum 2011-2013. Rekstrarkostnaður samsteypunnar verði þá farinn að nálgast 1,5 milljarða en hann var 2,3 milljarðar í fyrra. Í ár er gert ráð fyrri að hann verði um tveir milljarðar.

Haft var eftir Ögmundi Jónassyni, heilbrigðisráðherra, í Fréttablaðinu í gær að það væri óhjákvæmilegt að niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu bitnaði á störfum og þjónustu. Hann bætti því við að fyrst og fremst væri horft til þriggja þátta við niðurskurðinn: Samdráttar innan hverrar stofnunar, skipulagsbreytinga og loks til sjúkratrygginga, sérfræði- og lyfjakostnaðar. Störf verði varðveitt ef kostur er.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.