Áhyggjur af niðurskurði til björgunarmála

Slysavarnafélagið Landsbjörg lýsir þungum áhyggjum af þeim niðurskurði á fjármagni sem ætlað er til reksturs stofnana er sinna öryggis- löggæslu- og björgunarmálum á landinu. Ætla má að slíkur niðurskurður muni valda því að leitað verði í auknu mæli til aðildareininga félagsins sem reknar eru af sjálfsaflafé og hafa orðið fyrir verulegum samdrætti á tekjum í kjölfar þess efnahagsástands er ríkir. Þetta kom fram í ályktun sem landsþing félagsins sendi frá sér um síðustu helgi.482830b.jpg

 

 

Stjórnvöld eru hvött til þess að standa vörð um það fjármagn sem í málaflokkinn þarf að fara. Um leið vill landsþingið minna á þá möguleika sem felast í þeirri öryggiskeðju sem sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar mynda um landið. Sem áður eru félagar SL reiðubúnir að taka á mót þeim verkefnum sem sinna þarf og samræmast starfsemi björgunarsveita og slysavarnadeilda.

 

Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar leggur áherslu á að ekki verði skorið niður rekstrarfé þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands en hún hefur í gegnum tíðina reynst ómetanleg sæfarendum við Íslandsstrendur, íbúum landsbyggðarinnar, ferðafólki og sem öryggistæki félagsfólks í björgunarstörfum.

 

Þeirri áskorun er því beint til stjórnvalda að tryggja sem best það viðbragð sem aðeins þyrlur geta veitt.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.