Icesave mótmælt á Egilsstöðum á morgun

Boðað hefur verið til mótmæla gegn ríkisábyrgð á Icesave samningnum á morgun, föstudag, klukkan 14:00 fyrir utan sýsluskrifstofuna á Egilsstöðum.

 

Image„Þetta er gríðarlega mikilvægt að sýna fram á að okkur er ekki sama hvað gerist á Alþingi,“ segir í tölvupósti sem Austurglugganum barst í kvöld.
Tökum okkur frí í vinnu ef þörf er á, því við verðum að sýna að við látum okkur þetta varða, það hefur aldrei í sögu þjóðarinnar verið fjallað um jafn mikilvægt mál og þetta síðan Ísland varð fullvalda ríki. Fínt er að mæta með kökudunka og prik, en sýnum fyrirmyndar framkomu gagnvart öllu og öllum.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.