Kertafleyting: Aldrei aftur kjarnorkusprengjur
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. ágú 2009 18:39 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Kertum verður fleytt í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld í minningu fórnarlamba kjarnorkustrengjanna sem varpað var á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasaki þann 6. og 9. ágúst árið 1945.
Kertum er fleytt á sama tíma á Egilsstöðum, Reykjavík og Akureyri klukkan 22:30. Í höfuðborginni hefur kertum verið fleytt frá árinu 1985. Þegar fjörutíu ár voru frá sprengjunum sendu „hibakushar“, fórnarlömb sem lifðu af árásirnar, kerfi með ósk um stuðning þeirra gegn kjarnorkuvopnum.
Um leið og minnst er þeirra sem féllu í kjarnorkuárásunum er lögð áhersla á kröfuna: „Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!“
Flotkerti verða seld á staðnum á 500 kr/stk.
Um leið og minnst er þeirra sem féllu í kjarnorkuárásunum er lögð áhersla á kröfuna: „Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!“
Flotkerti verða seld á staðnum á 500 kr/stk.