Kertafleyting: Aldrei aftur kjarnorkusprengjur

Kertum verður fleytt í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld í minningu fórnarlamba kjarnorkustrengjanna sem varpað var á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasaki þann 6. og 9. ágúst árið 1945.

 

Kertum er fleytt á sama tíma á Egilsstöðum, Reykjavík og Akureyri klukkan 22:30. Í höfuðborginni hefur kertum verið fleytt frá árinu 1985. Þegar fjörutíu ár voru frá sprengjunum sendu „hibakushar“, fórnarlömb sem lifðu af árásirnar, kerfi með ósk um stuðning þeirra gegn kjarnorkuvopnum.
Um leið og minnst er þeirra sem féllu í kjarnorkuárásunum er lögð áhersla á kröfuna: „Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!“
Flotkerti verða seld á staðnum á 500 kr/stk.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.