Skip to main content

Óku hringinn á metanbíl

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. júl 2009 09:44Uppfært 08. jan 2016 19:20

Einar Vilhjálmsson og Ómar Ragnarsson urðu um seinustu helgi fyrstir til að aka Hringveginn á bíl knúnum íslensku metani. Ferðin var farin á vegum fyrirtækisins N1 en markmiðið var að vekja athygli á möguleikunum sem felast í innlendri eldisneytisframleiðslu og metanbílum sem vistvænum og ódýrum valkosti í samgöngum.

 

ImageBíllinn var Ford Pick-Up sem nemendur Borgarholtsskóla breyttu í metanbíl. Íslenska metanið er framleitt úr hauggasi í Álfsnesi.
Félagarnir fóru úr borginni á föstudag og komu þangað aftur á sunnudag. Þeir stoppuðu við N1 stöðina á Egilsstöðum og ræddu við gesti. Þeir kíktu einnig í heimsókn til foreldra Einars sem búa á Egilsstöðum, en þar bjó Einar lengi sjálfur. Hann hefur sérstakan áhuga á metanvæðingu Íslands, enda markaðsstjóri Metan hf., og skrifar um hana á einarvill.blog.is/blog/einarvill/. Tíðindi og myndir úr ferðinni má skoða á fyrstirhringinn.blog.is.

Einar og Ómar fylla á tankinn á Egilsstöðum. Mynd: ESE