Kveikt í gróðri
Slökkvilið var kallað að landskika við afleggjarann að Miðhúsum við Egilsstaði seint í fyrradag, en þar kraumaði eldur í móanum. Logn var og því breiddist eldurinn ekki út að ráði. Talið er víst að einhver hafi hent logandi vindlingi í gróðurinn og þar sem mjög þurrt hafði verið dagana á undan, leiddi það til íkveikju. Slökkviliðið slökkti eldinn á stuttum tíma og skikinn sem brann er ekki stór. Þarna hefði þó getað farið verr, því skógræktarsvæði liggja að skikanum. Aldrei verður nógsamlega brýnt fyrir fólki að fara varlega með eld og hvorki kasta logandi vindlingum frá sér né skilja eftir grill með lifandi kolum í náttúrunni.
Mynd:SÁ