Kynna fyrstu námsbraut LungA-skólans sem hægt er að taka í fjarnámi

Þó listahátíðin LungA heyri sögunni til gildir ekki það sama um LungA-skólann á Seyðisfirði. Þvert á móti því þar er verið að auka námsúrvalið nánast á hverri önn þessi dægrin.

Síðasta útspilið er sérstakur útvarpsskóli sem tilkynnt var um fyrr í dag en það er allra fyrsta námsbraut skólans sem aðgengileg verður í fjarnámi hvaðan sem er.

Þetta er tíu mánaða löng námsbraut sem snýst um, eins og nafnið gefur til kynna, að koma áhugasömum inn í hvers kyns þáttagerð fyrir útvarp en þó sem ætíð fyrr með sérstakri áherslu á hlut listamanna. Þeir margir munu einmitt halda námskeið gegnum útvarpsmiðilinn og deila þar vinnuaðferðum og öllu öðru er viðkemur hverjum og einum þeim listamanna sem þátt taka.

Ekki eru um að ræða skóla um útvarp eins og gjarnan er raunin heldur skóla í og gegnum útvarp að öllu leyti. Gestgjafarnir eða útvarpsstjórarnir eru tíu talsins hver með sína sýn á hlutina og lífið og búa allir á sínum einstaka stað á plánetunni.

Námsbrautin hönnuð af fjórum aðilum sem allir munu sinna gestgjafahlutverki en það eru Jonatan Spejlborg Juelsbo, Mariana Murcia, Lasse Høgenhof og Ellem Skovhøj.

Umsóknarfrestur er til 15. desember en námið hefst formlega í febrúar og stendur alveg fram til desember á næsta ári.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar