Landsvirkjun verst áfoki úr Hálslóni

Landsvirkjun segir ýmsar varnir til að hindra að uppfok úr Hálslóni valdi gróðureyðingu á svæðinu í kringum lónið. Austurglugginn greindi í seinustu viku frá frásögn Ómars Ragnarssonar af uppfoki úr Hálslóni. Vatnsyfirborð lónsins hefur lækkað verulega seinustu vikur og stór svæði af seti blasa við.
Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, leggur áherslu á að gera verði greinarmun á áfoki og uppfoki. Í kringum Hálslón séu vegir, gryfjur og girðingar sem hindra eigi að uppfok úr lóninu fari lengra og valdi gróðureyðingu á svæðinu í kring. Hann segir Landsvirkjun vinna að því að koma í veg fyrir að uppfokið valdi gróðureyðingum í samvinnu við Landgræðsluna. Menn á vegum Landgræðslunnar voru við störf á svæðinu í kringum lónið fyrir helgi þegar Austurglugginn átti þar leið um. Þorsteinn segir vel fylgst með þróuninni og að Landsvirkjun kappkosti að uppfylla öll þau skilyrði sem sett hafi verið þegar lónið var gert. Á næstunni muni að auki hækka ört í lóninu þannig að fokið minnki.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar