Maður féll niður í lest á skipi

Maður féll ofan í lest á Bjarna Ólafssyni AK í Neskaupstað um hálfsjöleytið í morgun. Verið var að landa úr skipinu og missti maðurinn meðvitund er hann var á leið upp úr lestinni. Hann féll aftur fyrir sig ofan í lestina. Menn sem unnu á staðnum höfðu snarar hendur og náðu honum upp. Hann hlaut minni háttar áverka á höfði og komst fljótt til meðvitundar. Líklegt þykir að liðið hafi yfir manninn vegna loftleysis í lestinni. Lögreglan á Eskifirði rannsakar málið.

svn3.jpg

 

---

Mynd: Úr höfninni í Neskaupstað. Myndin tengist ekki umræddu atviki./SÁ

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.