Messufall í mótmælum

Enginn, eða í það minnsta afar fáir, mættu í boðuð mótmæli gegn ríkisábyrgð vegna Icesave samninganna á Egilsstöðum í dag. ImageBoðað hafði verið til mótmælanna við sýslumannsskrifstofuna klukkan tvö. Þegar Austurglugginn átti leið um rétt upp úr klukkan tvö var enginn á staðnum nema fréttamenn Ríkisútvarpsins. Þeir fóru fljótlega. Mótmælin áttu að standa fram til klukkan sex en Austurglugganum bárust engar fregnir af mótmælendum á þeim tíma.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar