Mjöltankar komnir í Vopnafjörð

Pramminn sem flutti tíu mjöltanka fiskimjölsverksmiðju HB Granda úr Örfirisey í Reykjavík kom í gærkvöldi til Vopnafjarðar með farm sinn. Ferðin tók þrjá daga. Verksmiðjan verður notuð við nýja loðnubræðslu HB Granda á Vopnafirði. Mjöltankarnir eru 22 metra háir og auk þeirra var búnaður fiskimjölsverksmiðjunnar fluttur með. Hver tankur er jafn hár og sjö hæða hús og í öryggisskyni var ákveðið að rafsjóða þá fasta við þilfarið á prammanum. Þegar allt er talið vóg farmurinn um 600 tonn. Flutningurinn gekk vel og fjölmenntu Vopnfirðingar á höfnina til að taka á móti flutningaprammanum, auk þess sem nokkrir bátar sigldu út til móts við hann í firðinum.

 mjltankar1.jpg

 

 

 

---

Mynd: Mjöltankarnir skríða inn Vopnafjörð/Bjarki Björgólfsson.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar