Mál Hannesar aftur austur

Ríkissaksóknari vísaði fyrir nokkru máli Hannesar Sigmarssonar, yfirlæknis á Eskifirði, til lögreglustjórans þar. Í hans hlut kemur því væntanlega að gefa út ákæru í málinu eða fella það niður. Þetta er í annað sinn sem lögreglustjórinn fær málið í hendurnar en fyrr í vetur vísaði hann því frá.

ImageYfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands leysti Hannes ótímabundið frá störfum í febrúar vegna gruns um brot í starfi og fór fram á rannsókn lögreglunnar á Eskifirði. Bæði ríkissaksóknari og lögreglustjórinn á Eskifirði vísuðu málinu frá í vor vegna ónógra sönnunargagna. Það fór þá í hendurnar á landlækni og Ríkisendurskoðun, sem vísaði málinu áfram til saksóknarans sem nú hefur sent málið aftur heim í hérað.

Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, staðfesti að embættið hefði til rannsóknar gögn sem bárust frá ríkissaksónara varðandi yfirlækninn. Annað væri samt ekki að frétta að svo stöddu.

Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skal lögreglustjóri sem stýrt hefur rannsókn brots höfða sakamál vegna þess. Undantekning er á ef ríkis- eða héraðssaksóknari höfða mál eða annað leiði af reglum um varnarþing.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.