Málþing um Einar Braga og atómskáldin
Málþing um Einar Braga og atómskáldin verður haldið í Þórbergssetri 21. og 22. maí. Málþingið hefst kl. 14:00 á uppstigningardegi 21. maí og lýkur kl. 14:00 á föstudeginum 22. maí. Fluttir verða fyrirlestrar um lífsstarf Einars Braga út frá ýmsum sjónarhornum, sem og um önnur „atómskáld.“ Framsögumenn eru Pétur Gunnarsson, Eystinn Þorvaldsson, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Jórunn Sigurðardóttir, Guðbjörn Sigurmundsson, Soffía Auður Birgisdóttir, Fjölnir Torfason og Svavar Steinarr Guðmundsson.
DAGSKRÁ
Fimmtudagur 21. maí
14:00 Pétur Gunnarsson. Einar Bragi, samtímamaður.
14:30 Eysteinn Þorvaldsson: „Ég sem orðum ann.“ Um ljóð Einars Braga.
15:10 Kaffihlé
15:30 Aðalsteinn Ásberg. „Í mildu frjóregni.“ Um ljóðaþýðingar Einars Braga.
16:00 Jórunn Sigurðardóttir: „... get með sanni sagt að ég elska Sápmi og samísku þjóðina.“ Um Einar Braga og samískar bókmenntir.
19:00 Hátíðarkvöldverður með skemmtidagskrá
Föstudagur 22. maí
8:30-10 Morgunverður
10:00 Guðbjörn Sigurmundsson: Maðurinn í heiminum. Um tímann, ástina og dauðann í ljóðum Stefáns Harðar Grímssonar.
10.30 Soffía Auður Birgisdóttir: Strengurinn sem tengir móður og barn. Um
sjálfsæviskrif Einars Braga.
11:00 Kaffihlé
11:20 Svavar Steinarr Guðmundsson: „Af ímynduðum fundi Heideggers og Sigfúsar Daðasonar við Miollis-torg í Provence.“
11:50 Hádegisverður
13:00 Fjölnir Torfason: Af mönnum ertu kominn. Um ættir og uppruna Einars Braga..
13:30 Heimsókn á Sléttaleiti.
Einar Bragi og Suðursveit
Einar Bragi skrifaði þrjár bækur með fróðleik um Suðursveit undir heitinu Þá var öldin önnur, þar er m.a. fjallað um búskaparhætti á Sléttaleiti á fjórða áratug síðustu aldar. Þar bjó þá Sveinn Einarsson, móðurbróðir Einars Braga. Guðrún Sveinsdóttir frá Sléttaleiti endurbyggði bæjarhúsið og ánafnaði síðan Rithöfundasambandi Íslands húsið í minningu foreldra sinna og bróður og einnig til að heiðra minningu frænda síns, Einar Braga, sem var hestastrákur í Sléttaleiti sumarið 1935. Þar eru ýmsar minjar sem tengjast skáldinu og verkum hans sem gaman er að skoða. Áður hafði Einar Bragi haft forgöngu um að endurbyggja smiðjuna á Sléttaleiti til að framfylgja heiti Sveins, smiðjan gæti verið að grunni til sú sama og Ingimundur Þorsteinsson forfaðir Kvískerjabræðra byggði þar, en hann flutti bæinn frá Steinum að Sléttaleiti árið 1829 eftir stórflóð og grjóthrun úr fjallinu.
***
Málþing Þórbergsseturs og Háskólasetursins á Höfn eru árlegur viðburður og hefur alltaf verið góð aðsókn. Það er von okkar að sem flestir leggi leið sína í Suðursveit þessa daga til að njóta skemmtunar, fróðleiks og útiveru. Að málþinginu stendur að þessu sinni einnig Rithöfundasamband Íslands.
Hægt verður að fá gistingu á Hala, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sími 478 1073, á Gerði sími 478 1905 og á Smyrlabjörgum, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sími 478 1074. Máltíðir verða seldar á Þórbergssetri og fyrir þá sem taka allar máltíðir (kaffi og kvöldverður á fimmtudegi; morgunverður og hádegisverður á föstudegi) er heildarkostnaður 6000 kr. (ath. gisting er ekki innifalin).
Nánari upplýsingar um málþingið veitir Soffía Auður Birgisdóttir, sérfræðingur á Háskólasetrinu á Höfn, sími 4708042 og 8482003. Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Allir velkomnir!