Mótmæla vondum samgöngum

Hópur fólks hefur tekið höndum saman um að vekja athygli á óviðunandi ástandi samgangna við Seyðisfjörð. Í því skyni er efnt til almennrar hópgöngu yfir Fjarðarheiði a.m.k. ársfjórðungslega þar til komin verða jarðgöng sem tengja Seyðfirðinga við önnur byggðarlög.

fjararheii.jpg Nú er komið að þriðju göngunni um þennan hættulega fjallveg. Að þessu sinni er gengið frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar. Seyðfirðingar ath. að farið verður frá Herðubreið með rútu kl 08:30. Verð í rútu kr 500 fyrir manninn. Gangan hefst kl 09:00 við Eyvindarárbrú. Nærsveitamenn eru hvattir til að koma með í gönguna og styðja þannig þetta brýna verkefni í samgöngumálum Austurlands. Þeir sem ekki treysta sér að ganga alla leið, velja sinn áfanga og geta farið úr rútunni þar sem þeir vilja hefja gönguna. Ef einhver gefst upp á göngunni, lætur viðkomandi sækja sig eða húkkar far í bæinn.·         Fólk þarf að nesta sig sjálft og vera vel búið, á góðum skóm og með góðan skjólfatnað.·          Gott er að vera í skærlitum fatnaði, s.s. gulu vestunum sjálflýsandi sem hægt er kaupa fyrir sanngjarnt verð hjá Ólafíu Stefánsdóttur, sími 4721434.·         Ekki gleyma vatninu! Þegar komið er að Golfskála verður boðið upp á grillaðar pylsur og ávaxtadrykki. Fólk með sérþarfir taki með sér það sem það vill í mat og drykk. Að lokinni næringu er gengið fylktu liði í bæinn. Þeir sem vilja geta síðan skolað af sér í Sundhöllinni.

Hittumst kát á laugardaginn!                         Göngum, göngum hópurinn.

---

Ljósmynd: Vegagerðarskilti við rætur Fjarðarheiðar/Magnús Jónasson.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.