Notið hjálma

Nú þegar átakið „Hjólað í vinnuna“ er hafið má sjá mikla aukningu hjólreiðarfólks á götum úti. Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur alla landsmenn til að nota alltaf þann sjálfsagða öryggisbúnað sem reiðhjólahjálmurinn er þegar hjólað er. Hjálmurinn ver fyrir alvarlegum höfuðáverkum í 80% til 85% tilfella en alvarlegustu slysin verða þegar hjólað er í bílaumferð. hjlmur.jpg

 

Slysavarnafélagið Landsbjörg bendir á góða punkta í sambandi við hjólreiðahjálminn:

             Hjálmurinn á að vera CE merktur sem þýðir að hjálmurinn uppfyllir lámarkskröfur um öryggi.

             Líftími hjálma er fimm ár frá framleiðsludegi en þrjú ár frá söludegi svo farmarlega sem hjálmurinn verður ekki fyrir hnjaski, en hjálmur sem hefur orðið fyrir miklu höggi er ónýtur.

             Hjálmurinn þarf að vera af réttri stærð, merking sem sýnir stærð hans er inni í honum. Nauðsynlegt er að máta hann áður en hann er keyptur.

             Hjálmurinn á að sitja beint ofan á höfðinu, einn eða tveir fingur eiga að komast á milli höfuðbands og hökunnar.

             Hjálmur í skærum lit sést best í umferðinni.

             Fylgjast þarf reglulega með því að hjálmurinn sé rétt stilltur og mikilvægt er fara eftir leiðbeiningum.

             Ef hlífa þarf höfði við kulda er best að hafa þunna lambhúshettu, ,,buff“ eða eyrnahlífar sem eru sérstaklega hannaðar fyrir hjálma.

             Hvorki má líma merki né mála á hjálminn. Þá getur höggþol minnkað.

 

Um hjólreiðar:

             Farið eftir almennum umferðarreglum.

             Notið gangstéttar, göngu- og hjólreiðastíga.

             Verið með réttan útbúnað á hjólinu.

             Gangið úr skugga um að hjólið sé í lagi, sér í lagi bremsur.

 

Í sambandi við börn og hjólreiðar:

Börn hafa ekki fullkomið vald á grófhreyfingum. Jafnvægisskyn þeirra er ekki fullþroskað og samhæfingu vantar í hreyfingar. Þau hafa litla reynslu af umferð, takmarkaða hliðarsýn, geta ekki skynjað hraða og fjarlægð ökutækja sem nálgast og geta átt erfitt með að átta sig á því úr hvaða átt hljóð kemur. Þau geta verið upptekin við leik og gleymt sér og eru of lágvaxin til að sjá yfir bíla

             Almenna reglan ætti að vera að börn undir 12 ára aldri noti aðeins göngu- og hjólreiðastíga.

             Best er að hafa fyrsta hjólið eins einfalt og kostur er, með fótbremsu og ekki er mælt með hjálpardekkjum.

             Verum viss um að barnið hafi fullt jafnvægi og geti bremsað af öryggi áður en það fer eitt af stað.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.