Nýtt safnaðarheimili vígt við Sleðbrjótskirkju

Nýtt þjónustuhús verður tekið í notkun við Sleðbrjótskirkju á sunnudag. Vígslubiskup Hólastiftis Hr. Jón A. Baldvinsson prédikar við messu sem hefst kl. 14:00 og sóknarpresturinn, sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir, þjónar fyrir altari. Kirkjukór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótsssókna syngur í messunni og organisti er Magnús Magnússon. Eftir messu blessar vígslubiskup þjónustuhúsið og síðan verður þar boðið í kaffi. Tréiðjan Einir  á Fljótsdalshéraði hefur byggði húsið en arkitekt var Einar Ólafsson.
Kirkjan var byggð árið 1926 eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar. Fimm bændur úr Jökulsárhlíð smíðuðu hana.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar