Nýtt safnaðarheimili vígt við Sleðbrjótskirkju
Nýtt þjónustuhús verður tekið í notkun við Sleðbrjótskirkju á sunnudag. Vígslubiskup Hólastiftis Hr. Jón A. Baldvinsson prédikar við messu sem hefst kl. 14:00 og sóknarpresturinn, sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir, þjónar fyrir altari. Kirkjukór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótsssókna syngur í messunni og organisti er Magnús Magnússon. Eftir messu blessar vígslubiskup þjónustuhúsið og síðan verður þar boðið í kaffi. Tréiðjan Einir á Fljótsdalshéraði hefur byggði húsið en arkitekt var Einar Ólafsson.Kirkjan var byggð árið 1926 eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar. Fimm bændur úr Jökulsárhlíð smíðuðu hana.