Risamót í Fjarðabyggðarhöllinni
Fjarðaálsmótin í 6. flokki drengja og stúlkna og 7 flokki (blönduðum) verða háð í Fjarðabyggðarhöllinni í dag. Tuttugu og átta lið eru skráð til leiks, sem þýðir að um 280 krakkar taka þátt og með þeim er fjöldinn allur af foreldrum. Mótið er væntanlega eitt það allra fjölmennasta sem fram hefur farið á Austurlandi í knattspyrnunni og búist við gríðarmikilli stemningu í Höllinni í dag.
Þátttökuliðin koma frá Fjarðabyggð, Höfn, Djúpavogi, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Þórshöfn og frá Akureyri.