Samningar undirritaðir vegna gestastofu þjóðgarðs
VHE og Vatnajökulsþjóðgarður undirrituðu í dag samkomulag um byggingu gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri.
Gestastofan verður alls um 570 fermetrar og á að vera tilbúin næsta vor. Hún er fyrsta byggingin á Íslandi sem fær umhverfisvottun, samkvæmt BREEAM staðli. Gestastofan á Klaustri verður fyrsta af fjórum nýjum gestastofum í þjóðgarðinum.