Seyðisfjörður kraumar

Listahátíð ungs fólks á Austurlandi stendur nú sem hæst á Seyðisfirði og er verulega líflegt í bænum. Í vikunni hafa gengið á fjölmargir viðburðir á vegum hátíðarinnar, í höfn komið tvö skemmtiferðaskip og einnig Norræna með alla sína farþegafjöld að vanda. Í dag opna fjórar sýningar samhliða í bænum; ljósmyndasýning LungA 2000-2009, ,,We Go Places" í gamla bakaríinu, ,,Lífsmörk" í gömlu bókabúðinni og ljósmyndasýning Helga Snæs á Vesturvegg Skaftfells. Hönnunarsýning Lunga verður í kvöld í Strandarsíldarskemmu. Meðal þátttakenda í Lunga eru allir sumarstarfsmenn ungmennavinnuflokks Landsvirkjunar í Fljótsdalsstöð, en þeir eru þar í boði fyrirtækisins og halda launum á meðan.

 19_lungasmidjur-103.jpg

 

 

.

 

 

---

 

Mynd/Lunga 2008

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.