Sjö tilboð í rofvarnir við Hálslón

Sjö tilboð bárust Landsvirkjun í rofvarnir við Hálslón og viðhald vega á Kárahnjúkasvæðinu. Tilboðin voru opnuð á mánudag. Kostnaðaráætlun nam 21,6 milljónum króna og voru þrjú tilboðanna lægri en sú upphæð. Vökvavélar ehf. buðu rúmlega 16,8 milljónir, ÞS Verktakar buðu tæpar 19,9 milljónir og Héraðsfjörður 20,8 milljónir króna. Hæsta tilboðið kom frá Stefáni Einarssyni ehf. og nam rúmlega 29,6 milljónum.

landsvirkjun.jpg

 


 

Vökvavélar ehf.
16.848.000
Þ.S. Verktakar  ehf. 19.890.315
Héraðsfjörður ehf. 20.801.460
Ístak hf. 22.890.661
Stefán Einarsson ehf. 29.644.925
Vélaleiga JS og Vélaleiga Sigga Þórs 21.165.000
Jónsmenn ehf. 21.059.175
Kostnaðaráætlun 21.595.000


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar