Sjö tilboð í rofvarnir við Hálslón
Sjö tilboð bárust Landsvirkjun í rofvarnir við Hálslón og viðhald vega á Kárahnjúkasvæðinu. Tilboðin voru opnuð á mánudag. Kostnaðaráætlun nam 21,6 milljónum króna og voru þrjú tilboðanna lægri en sú upphæð. Vökvavélar ehf. buðu rúmlega 16,8 milljónir, ÞS Verktakar buðu tæpar 19,9 milljónir og Héraðsfjörður 20,8 milljónir króna. Hæsta tilboðið kom frá Stefáni Einarssyni ehf. og nam rúmlega 29,6 milljónum.
Vökvavélar ehf.
|
16.848.000 |
Þ.S. Verktakar ehf. | 19.890.315 |
Héraðsfjörður ehf. | 20.801.460 |
Ístak hf. | 22.890.661 |
Stefán Einarsson ehf. | 29.644.925 |
Vélaleiga JS og Vélaleiga Sigga Þórs | 21.165.000 |
Jónsmenn ehf. | 21.059.175 |
Kostnaðaráætlun | 21.595.000 |