Smyglarar í yfirheyrslu á Egilsstöðum

Mennirnir þrír sem handteknir voru um borð í smyglskútunni og fluttir með varðskipinu Tý til Eskifjarðar eru nú í yfirheyrslu hjá lögreglu á Egilsstöðum. Þegar búið verður að kveða upp gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þeim við Héraðsdóm Austurlands eftir hádegi, verða þeir samkvæmt upplýsingum lögreglu fluttir með leiguflugi frá Egilsstaðaflugvelli til Selfoss. 

2005_0409smyglml0009vefur.jpg

 

 

 

Ljósmynd: Fíkniefnalögreglumenn koma með grunaðan smyglara í Héraðsdóm Austurlands rúmlega ellefu í morgun./SÁ

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar