Stuðningur til sjálfstæðis

Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fjármagnar starfssemi sína að langmestu leyti með sjálfsaflafé. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að þar gegni happdrætti félagsins veigamiklu hlutverki. Með því að kaupa happdrættismiða taki fólk virkan þátt í að styðja til sjálfstæðis blinda og sjónskerta einstaklinga á öllum aldri og stuðli þannig að auknum lífsgæðum þeirra og um leið betra samfélagi.

blindur.jpg

Blindrafélagið fetar nú nýjar leiðir í sölu happdrættismiðanna. Allir landsmenn á aldrinum 30 – 85 ára fá miða senda rafrænt og munu þeir birtast sem valkrafa í heimabönkum þeirra. Þeir sem eru 65 ára og eldri fá miðana einnig senda heim til sín á pappír.

 

Blindrafélagið var stofnað árið 1939 og á því 70 ára afmæli á þessu ári. Í tilefni afmælisins ætlar félagið að gefa öllum þeim sem kaupa miða í vorhappdrættinu sjóntryggingu, sem gildir frá útdráttardegi 12. júní til næstu áramóta. Tryggingin er að verðmæti 100.000 bandaríkjadala og er gegn varanlegri blindu af slysförum (90% sjónmissir eða meiri).

 

Miðaverðið er táknrænt eða kr. 1.939.

 

Alls eru 207 vinningar í boði, 2 bílavinningar frá Heklu hf, 130 ferðavinningar frá Heimsferðum og 75 gistivinningar frá Fosshótelum.

 

Blindrafélagið vonast til að landsmenn taki happdrættinu vel að vanda.

 

Meðal helstu verkefna félagsins um þessar mundir er fjölgun leiðsöguhunda fyrir blinda á Íslandi, en miðað við nágrannalöndin væri ekki óeðlilegt að ætla að u.þ.b. 20 einstaklingar gætu nýtt sér þjónustu þeirra við athafnir daglegs lífs.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.