Styrkir til rannsóknarverkefna hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra

Stjórn rannsóknarsjóðs Ingibjargar R. Magnúsdóttur hefur ákveðið að veita styrk úr sjóðnum og mun auglýsa eftir umsóknum í ágúst 2009 og er einn af örfáum styrktarsjóðum innan Háskóla Íslands sem mun veita rannsóknarstyrki í ár.Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum. Styrkir verða veittir til rannsóknaverkefna hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í doktorsnámi, sem falla að markmiðum sjóðsins.

h_rannsknasjur__hjkrunarfri.jpg

Rannsóknarsjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur var stofnaður 29. júní 2007 af Ingibjörgu R. Magnúsdóttur og Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Landspítalann. Ingibjörg er fyrrverandi námsbrautarstjóri námsbrautar í hjúkrunarfræði HÍ og fyrrverandi
skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Hún hefur verið einn ötulasti talsmaður þróunar hjúkrunarmenntunar á Íslandi og var ein þeirra sem stóð að stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 1973.


Á heimasíðu Rannsóknasjóðs í hjúkrunarfræði: http://www.rsh.hi.is má nálgast eyðublað til styrkveitingar eða hringja í Rannsóknastofnunina s. 525-5280 eða hjúkrunarfræðideild HÍ s. 525-4960 og fá leiðbeiningar og aðstoð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar