Styttri vistunartími á Sólvöllum

Á Seyðisfirði er rætt um að stytta vistunartíma á leikskólanum Sólvöllum um klukkutíma frá og með haustinu. Þetta er meðal breytingatillagna sem bæjarráð hefur lagt til.

 

ImageGert er ráð fyrir að boðið verði upp á vistun til 16:15 í stað 17:15 í dag. Sveigjanleiki í vistunartíma minnkar. Á móti á starfið að verða markvissara þegar flest börn og starfsfólk eru mætt á svipuðum tíma á morgnana getur starfið hafist fyrr. Þá er gert ráð fyrir að starfsmannafundir verði haldnir á vinnutíma, einu sinni í mánuði milli klukkan 2 og 4. Skólinn verði lokaður fyrir börn á þessum tíma.

Fræðsluráð Seyðisfjarðarkaupstaðar hefur lýst áhyggjum sínum af þessum tíma og spurt hvort það hafi í för með sér tvo tíma í afslátt fyrir foreldra. Það hefur einnig áhyggjur af styttingu dagvistunar og foreldrum sem þar geti lent í vandræðum.

Fleiri hagræðingartillögur eru á borðinu. Öll frítaka utan sumarleyfis verður frílaus og ekki hægt að geyma frídaga eins og tíðkast hefur. Leggja á af starf skólaliða og eldhús og ræsting sameinað í eitt starf. Útreikningi á stöðugildum verður breytt.

Almennt virðast aðstandendur skólastarfsins sammála um að breytingarnar skili sér í markvissara skólastarfi. Starfsfólk skólans og fræðslumálaráð setja spurningamerki við launaskerðingu starfsfólk. Ráðið vill að þess verði gætt að hagræðingin komi jafnt við öll stöðugildi hvað varðar launaskerðingu og að löglega verði staðið að öllu.

Til hagræðinga aðgerða hefur verið gripið í fleiri austfiskum leikskólum að undanförnu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar