Svartfugl á hlaðvarpi RUV

Hinn 18. maí voru liðin 120 ár frá því Gunnar Gunnarsson skáld fæddist á Valþjófsstað í Fljótsdal. Af því tilefni hafa Útvarpið, Gunnarsstofnun og erfingjar Magnúsar Ásgeirssonar þýðanda tekið höndum saman um að gera eitt af þekktustu verkum Gunnars aðgengilegt á hlaðvarpi RUV.

gunnar_gunnarsson.jpg

Skáldsagan Svartfugl byggir á svokölluðum Sjöundármálum, morðum sem áttu sér stað á Rauðasandi í byrjun 19. aldar. Sagan var fyrst gefin út á dönsku 1929 en á Íslandi kom hún út 1938 í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Árið 1956 las Gunnar þýðingu Magnúsar í Útvarpinu og það er sá lestur sem áhugasamir geta nú sótt sér endurgjaldslaust á hlaðvarpi RUV. Á undan sögunni flytur Gunnar Gunnarsson inngangsorð þar sem hann greinir frá því hvernig hann kynntist söguefninu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.