Tveir einstaklingar voru fluttir til Reykjavíkur og þrír norður til Akureyrar eftir bílveltu í Grænafell í Reyðarfirði í nótt.
Fimm ungmenni, rétt innan við tvítugt, voru í bílnum sem valt um tvö hundruð metra. Hann lenti á hjólunum. Bílstjórinn var sautján ára. Farþegar í bílnum köstuðust út en samkvæmt upplýsingum Austurgluggans fór betur en á horfðist. Ekkert ungmennana mun vera í lífshættu. Mikil þoka var á staðnum þegar slysið varð.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.