Undirskriftasöfnun gegn HSA

Hafin er undirskriftasöfnun á Eskifirði þar sem skorað er á yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands að segja af sér. Ástæðan er reiði íbúa yfir þeirri ákvörðun stofnunarinnar að fá lögreglu og í kjölfarið ríkissaksóknara til að rannsaka embættisfærslu yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar, en íbúar telja meintar ávirðingar læknisins úr lausu lofti gripnar af HSA. Lögreglan á Eskifirði og ríkissaksóknari hafa sem kunnugt er fallið frá rannsókn. Íbúarnir vilja nú að stjórnendur HSA axli ábyrgð.

Undirskriftarlistar liggja frammi í öllum þéttbýliskjörnum Fjarðabyggðar og til stendur að ganga í hús með listana á næstunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.