Skip to main content

Verklokum við Kárahnjúkavirkjun fagnað á föstudag

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. sep 2009 15:10Uppfært 08. jan 2016 19:20

Framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun lýkur formlega með athöfn í Fljótsdalsstöð næstkomandi föstudag að viðstaddri Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Ráðherra og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, flytja ávörp. Afhjúpað verður upplýsingaskilti við stöðina um framkvæmdirnar og björgunarsveitir á Jökuldal og Héraði fá afhenta styrki í tilefni tímamótanna.

krahnjkar_arennslisgng.jpg

Sama dag kemur út ritið Orkubrunnur á Austurlandi, 130 bls. rit Landsvirkjunar með svipmyndum úr sögu Kárahnjúkavirkjunar og viðtölum við fólk sem ýmist vann að virkjuninni eða kom að henni á annan hátt. Meðal viðmælenda eru Yrsa Sigurðardóttir, Sigurbergur Konráðsson, Örn Þorleifsson í Húsey, Guðmundur Ármannsson á Vaði og ýmsir starfsmenn Impregilo og annarra verktaka sem komu að verkinu.

-

Ljósmynd/www.karahnjukavirkjun.is