Verðmætarýrnun vegna galla í saltfiskafurðum
AVS-sjóðurinn, rannsóknasjóður í sjávarútvegi, hefur ákveðið að styrkja verkefni til rannsókna á gulumyndun í saltfiskafurðum sem valdið hefur umtalsverðri rýrnun í útflutningsverðmætum.
Tíðni og umfang gulu við saltfiskverkun hefur aukist mikið undanfarin tvö ár. Gula leiðir til verulegs verðfalls á afurðum, auk þess sem ímynd íslenskra framleiðenda á mörkuðum býður skaða af. Mengun salts við framleiðslu þess erlendis, hefur verið talinn megin orsök gulunnar en ekki hefur tekist að staðfesta það enn sem komið er. Salt er keypt til landsins frá fleiri en einum framleiðanda og er því af mismunandi gæðum. Í verkefninu verður farið markvissa greiningu á áhrifaþáttum og til hvaða aðgerða megi grípa til að lágmarka hættu á gulumyndun við verkun.
Þátttakendur í verkefninu eru Þorbjörn, Vísir hf, Skinney-Þinganes hf og Matís ohf. Einnig verður leitað eftir samvinnu við aðra saltfiskframleiðendur á landinu.