


Starfsfólk Lýsis sendi Önnu kassa af galdrameðalinu
Starfsfólk Lýsis hf. brást skjótt við og sendi stóran kassa af heilusuvörum frá fyrirtækinu á hjúkrunarheimilið Hulduhlíð á Eskifirði, eftir að Anna Hallgrímsdóttir, 101 árs íbúi þess greindi frá því í viðtali á N4 og Austurfrétt að hún teldi lýsi lykilinn að langlífi sínu og hreysti.
„Austfirðingar eru gríðarlega öflugir og sýna mikinn samtakamátt"
Dansað verður á þremur stöðum á Austurlandi á morgun fimmtudag, undir merkjunum Milljarður rís, sem er alþjóðleg dansbylting UN Women gegn kynbundnu ofbeldi.
Helgin: Væmið, sexý, ástríðufullt og sorglegt
„Einhverjum kann að finnast það undarlegt að halda nýárstónleika um miðjan febrúar. Ástæðan er sú að allar helgar fram að þessari voru bókaðar fyrir þorrablót hér fyrir austan,” segir Erla Dóra Vogler mezzósópran, sem stendur fyrir og tekur þátt í svokallaðri Nýársglamourgleði í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði á laugardagskvöldið.
Leita að frumkvöðlum í landbúnaði og sjávarútvegi
Viðskiptahraðallinn „Til sjávar og sveita“ verður tilkynntur í húsnæði Austurbrúar í dag. Í hraðlinum er leitað eftir frumkvöðlum með hugmyndir um aukna verðmætasköpun og sjávarútvegi.
List í ljósi fékk Eyrarrósina: Eigum ekki til orð
Listahátíðin List í ljósi hlaut í dag Eyrarrósina, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Annar stofnanda hátíðarinnar segir verðlaunin gæðastimpil fyrir hátíðina.
„Þetta átti að vera löng og ljót viðureign með einum skelli í lokin”
Í myndbandi sem hljómsveitin Hatari hefur sent frá sér má í baksýn sjá tvo glímukappa takast á í íslenskri glímu. Annar þeirra er Grettisbeltishafinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson frá UÍA.
Hátíðin fer alltaf stækkandi
Vetrarhátíðin List í ljósi verður haldin á Seyðisfirði um helgina. Þó má segja að hátíðin í ár spanni heila viku því kvikmyndahátíðin „Flat Earth Film Festival” er í fyrsta skipti haldin undir merkjum hennar.