Gleði og gaman á vinaviku á Vopnafirði

Vinavikan krakkarNú er Vinavika á Vopnafirði og stendur æskulýðsfélag Hofsprestakalls – Kýros fyrir vikunni nú í fimmta skiptið dagana 5.-12. okt.. Tilgangur vikunnar er að minna á hin sönnu verðmæti lífsins; vináttuna og kærleikann. Meðan vikan stendur yfir eru allir hvattir til taka þátt og sýna umhyggju; heilsa, vinka, brosa, heimsækja, rétta hjálparhönd. 

Lesa meira

Elfa Hlín í yfirheyrslu: Vonandi koma líka nágrannar okkar af Austurlandi í heimsókn

elfa minnisÞað hefur verið í nægu að snúast hjá Elfu Hlín Pétursdóttur að undanförnu. Hún er Seyðfirðingur með flakkaraeðli. Nýkomin heim úr vinnuferð í Vesterålen í Noregi með viðkomu í Hólminum og Reykjavík. Hún er bæjarfulltrúi á Seyðisfirði, hefur yndi af því að lesa og dansa og vinnur fyrir sér sem verkefnisstjóri hjá Austurbrú að menningarmálum.

Lesa meira

Fyrirlestur með Dandý um járnkarlinn í kvöld: Þessi fyrirlestur á erindi við alla!

Dandy ironmanAlþjóðlega hreyfivikan, Move week hefst í dag mánudaginn 29. september og stendur til 5. október. Hér á Austurlandi er dagskráin afar fjölbreytt og glæsileg og ljóst að víða verður allt á iði þessa viku. Fyrir utan allskyns hreyfingu og heilsubót á hreyfivikunni er hægt að sækja hinu ýmsu fyrirlestra og ætlar Svanhvít Antonsdóttir eða Dandý eins og hún er alltaf kölluð flytja einn slíkan í kvöld.

Lesa meira

Hreyfivikan er handan við hornið: Draumurinn er að það verði hvert einasta krummaskuð iðandi af lífi í þessari viku eftir nokkur ár

Move weekAlþjóðleg hreyfivika, Move week er handan við hornið. Hún hefst mánudaginn 29. september og stendur til 5. október. ISCA-samtökin (International Sport and Culture Association) halda utan um verkefnið á alþjóðavísu en Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) er aðili að samtökunum og fylgir því eftir hérlendis. Markmið vikunnar er að hvetja sem Evropubúa til að finna sér hreyfingu við hæfi og stunda hana sér til gleði og heilsueflingar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.