Allar fréttir

Fimm áramótabrennur í Fjarðabyggð

Fimm áramótabrennur verða í Fjarðabyggð og í kjölfar þeirra glæsilegar flugveldasýningar.  Að sögn aðila frá björgunarsveitunum  fer flugeldasala vel af stað og stefnir allt í að áramótin í  Fjarðabyggð verði kvödd með hvelli.  Veðrið ætti ekki að stoppa neinn í að njóta herlegheitanna  þar sem veðurspáin fyrir Austurland er mjög góð. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er spáð köldu veðri og hægum vindi og hentar það vel til útiveru og flugeldaskota.

Brennur verða á Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði eins og hér segir:

11_07_53_thumb.jpg

Lesa meira

Bílvelta í Hamarsfirði

Bíll valt í Hamarsfirði í gærdag. Fjórir voru í bílnum en slösuðust ekki og þykir það mildi. Sjúkrabifreið kom á vettvang en þegar til kom þurfti einungis einn úr bílveltunni minni háttar aðhlynningu á heilsugæslunni á Djúpavogi, vegna höfuðhöggs. Bíllinn er ónýtur.

19_20_59---snow-covered-road_web.jpg

Lesa meira

Hugleiðing við áramót

Sigurður Ragnarsson skrifar:

Fyrirgefðu, þetta voru bara viðskipti...  Ég var alinn upp við það að sýna skuli heiðarleika í öllum samskiptum og að orð skulu standa. Eitt sinn þegar ég var búinn að tapa verulegum fjármunum á samstarfi við samstarfsaðila sagði hann við mig: ,,Sorrý, þetta voru bara viðskipti, ert þú ekki vinur minn?“

Lesa meira

Áætluð framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2009

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur lagt fram tillögu um úthlutun útgjaldajöfnunarframlaga á árinu 2009 að upphæð 3.900 milljónir króna og hefur Kristján L. Möller samgönguráðherra samþykkt tillögu nefndarinnar. Framlögin verða greidd sveitarfélögunum mánaðarlega.

Einnig hefur ráðgjafanefndin lagt fram áætlun um heildarúthlutun framlaga til sveitarfélaga vegna lækkaðra fasteignaskattstekna á árinu 2009 og nema þau alls rúmum 1.300 milljónum króna.

Lesa meira

Fínu skoteldaveðri spáð um áramót

Útlit er fyrir að ágætt veður verði til að kveðja gamla árið með brennum og flugeldaskotum og fagna nýju. Besta veðrinu er spáð á Austurlandi. Veðurstofa Íslands spáir því að um miðjan dag á gamlársdag verði hæg austanátt með éljagangi sunnanlands, nokkuð samfelldri slyddu eða snjókomu. Á miðnætti er reiknað með stöku éljum með austanáttinni. Spáð er úrkomulausu norðaustanlands.

11_07_68---fireworks_web.jpg

Lesa meira

Slátrun eldisþorsks gengur vel

Vel hefur gengið að slátra eldisþorski hjá fiskeldi HB Granda á Djúpavogi en slátrun hófst í fyrradag. Byrjað er að vinna þorskinn í fiskiðjuveri HB Granda á Akranesi en þaðan fór hluti afurðanna ferskur í flugi á erlendan markað í gær. Þær afurðir eru nú komnar í kæliborð verslana ytra.

 

Lesa meira

Hornafjarðarmanni í kvöld

Hornafjarðarmeistaramótið í Hornafjarðarmanna fer fram í kvöld. Á síðasta móti fyrir ári voru tæplega hundrað keppendur og keppnin sérstaklega spennandi. Bæði þurfti bráðabana í útsláttakeppninni og úrslitaspilinu. Mótið verður í Nýheimum og hefst kl. 20 í kvöld. Þátttökugjald er það sama og fyrir tólf árum eða 500 krónur og frítt fyrir grunnskólanemendur.

images.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar