Allar fréttir

Varað við rörsýn í Evrópusambandsmálum

,,Ég tel mesta óráð að við göngum í Evrópusambandið,“ sagði Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi og formaður þingflokksins. Á almennum stjórnmálafundi Sjálfstæðisflokksins á Egilsstöðum í gær, reifaði hún helstu annmarka á inngöngu Íslands í Evrópusambandið, ekki síst í tengslum við stefnu þess í sjávarútvegi og landbúnaði. Ásta Möller þingmaður sagði við sama tækfæri að stjórnarsamstarfið stæði afar traustum fótum.

xd_vefur_1.jpg

Lesa meira

Sár og reiður út í Bónus

Ungur maður frá Reyðarfirði er bæði sár og reiður eftir viðskipti við Bónus á Egilsstöðum í fyrradag. Hann keypti sér tvo kassa af orkudrykk frá Euroshopper, því við vöruna stóð að hún væri á tilboðsverði, 500 ml á 79 krónur og raunhæf kjarabót. Í hillunni stóðu einvörðungu 250 ml dósir og taldi hann því sýnt að Bónus væri að bjóða tvær slíkar á 79 krónur. Var honum sagt af verslunarstjóra að um prentvillu væri að ræða í tilboðinu og fékk engu til hnikað. Í dag voru líka komnar 500 ml dósir í hilluna. Þær kosta samkvæmt uppgefnu hilluverði nú 149 krónur og 250 ml dósirnar 79 krónur.

vefur_5.jpg

Lesa meira

Borgarfjörður eystri sýknaður af ábyrgð fyrir Álfastein

Borgarfjarðarhreppur hefur verið sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur vegna kröfu Kaupþings varðandi ábyrgð sem hreppurinn gekkst í árið 1997 fyrir Álfastein. Álfasteinn varð gjaldþrota árið 2003. Hafa málaferli vegna ábyrgðarinnar verið í gangi frá árinu 2006 og komust til kasta Hæstaréttar.

borgarfjordur_eystri.jpg

Lesa meira

Ríkisendurskoðun segir heilbrigðisþjónustu á Austurlandi hafa eflst undanfarin ár

Miklar breytingar voru kynntar á heilbrigðiskerfi landsmanna í dag. Þær hafa einkum þau áhrif á Austurlandi að til enn frekara samstarfs kemur á milli Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, en það hefur verið töluvert síðustu árin. Skipulagsbreytingar hafa verið í gangi hjá HSA allan síðasta áratug og falla þær að kynntum breytingum. Ásta Möller, alþingismaður (D) og formaður heilbrigðisnefndar Alþingis sagði á fundi á Egilsstöðum í dag að heilbrigðisþjónusta á Austurlandi hefði batnað á síðustu árum, samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar.

sta_mller_vefur.jpg

Lesa meira

Nýr útlendingur til Hattar

Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Bayo Arigbon er genginn til liðs við 1. deildar lið Hattar og leikur með liðinu út leiktíðina. Bayo kom til landsins í fyrradag og mætti á sína fyrstu æfingu með liðinu um kvöldið.

 

Lesa meira

Smjörklípumeistara svarað

 Smári Geirsson, fyrrverandi formaður SSA og Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri SSA, skrifa: Dr. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor ritaði grein í Austurgluggann sem birtist 27. nóvember síðastliðinn. Þar opinberar hann það viðhorf sitt að virkjunar- og álversframkvæmdir á Austurlandi séu í reynd kveikiefnið sem hratt margumræddri kreppu af stað. Undirritaðir svöruðu Þórólfi og birtist svargreinin í Austurglugganum viku síðar. Nú hefur Þórólfur stungið niður stílvopni sínu á ný og sent frá sér greinina Fullar hendur smjörs? en hún hefur einungis birst á heimasíðu Austurgluggans þegar þetta er ritað.

Lesa meira

Þingmennirnir Arnbjörg, Ásta og Ólöf á almennum stjórnmálafundi Sjálfstæðismanna

Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins efna til almenns stjórnmálafundar á Hótel Héraði á Egilsstöðum í hádeginu í dag. Það eru þær Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar og Ólöf Nordal, varaformaður samgöngunefndar.

Fróðlegt verður að heyra hvað þær segja til dæmis um boðaðar stórbreytingar á skipulagi og verkaskiptingu í heilbrigðisþjónustu í landinu, en heilbrigðisráðherra kynnir þær á blaðamannafundi í Reykjavík í dag. Þá verður væntanlega komið inn á Norðfjarðargöng, en það liggur í loftinu að þeim verði frestað um óákveðinn tíma. Síðar í dag kynnir Vegagerðin einmitt Norðfjarðarveg um Norðfjarðargöng í Egilsbúð, Neskaupstað og á Eskifirði í Valhöll á morgun. Þá er ekki ólíklegt að Evrópumálin beri á góma á fundi Sjálfstæðismanna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.