Hjólreiðaáhugamennirnir Bergur Kári Ásgrímsson og Steinar Óskarsson og stofnuði í vikunni hjólaverkstæði á Reyðarfirði. Strákarnir eru 10 og 12 ára og vilja safna fyrir ferð í sérstakar hjólreiðasumarbúðir í Bandaríkjunum.
Sjálfbærni frá ýmsum sjónarhornum verður umfjöllunarefni málþings sem haldið verður í Breiðdalssetri á laugardag. Um leið verður rætt um hvernig efla megi íslenskt dreifbýli til framtíðar.
Sveitarstjórnir bæði Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs leggja áherslu á að tryggt verði fjármagn við endurskoðun á samgönguáætlun í haust þannig að sem fyrst verði hægt að ráðast í hönnun Fjarðarheiðarganga.
Air Iceland Connect mun fljúga aukaflug milli Egilsstaða og Reykjavíkur í dag til að vinna upp tafir sem urðu eftir að vél félagsins bilaði á Egilsstöðum í gær og fella varð niður flug.
Endurskoða á menntun íslensks heilbrigðisstarfsfólks þannig að hún henti séríslenskum aðstæðum samkvæmt nýsamþykktri heilbrigðisstefnu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands segir að hvetja þurfi fólk strax í námi til þess að kjósa síðar meir að starfa á landsbyggðinni.
Lögreglustjórinn á Austurlandi hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir að nýta sér ástand annarrar manneskju til að láta sig hafa fjármuni upp á rúmlega 6,1 milljón króna.
Fjögur sveitarfélög á Austurlandi, þar sem íbúar kjósa um sameiningu í lok næsta mánaðar, gætu fengið 1,1 milljarða króna frá ríkinu til að styrkja nýtt sveitarfélag verði af sameiningu.