Allar fréttir
Tekjur Austfirðinga 2019: Fljótsdalshérað
Austurfrétt birtir í dag árlega samantekt á tekjum Austfirðinga. Listarnir byggjast á álagningarseðlum ríkisskattstjóra. Þeir eru birtir með fyrirvara um kærumál vegna útreikninga embættisins og prentvillur. Tekjurnar eru gefnar upp í krónum á mánuði.Búið að malbika Njarðvíkurskriður
Vegaframkvæmdir hafa staðið yfir á Borgarfjarðarvegi í sumar í Njarðvík og Njarðvíkurskriðum en í gærkvöldi var klárað að leggja bundið slitlag á veginn.
Söfnuðu 650 þúsund krónum til geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi
Heilbrigðisstofnun Austurlands voru nýverið afhentar 650 þúsund krónur sem söfnuðust á styrktartónleikum sem haldnir voru fyrir ári. Upphæðin er eyrnamerkt geðheilbrigðisþjónustu.Tekjur Austfirðinga 2019: Fjarðabyggð
Austurfrétt birtir í dag árlega samantekt á tekjum Austfirðinga. Listarnir byggjast á álagningarseðlum ríkisskattstjóra. Þeir eru birtir með fyrirvara um kærumál vegna útreikninga embættisins og prentvillur. Tekjurnar eru gefnar upp í krónum á mánuði.Rúnasteinn afhjúpaður á Bustarfelli
Rúnasteinn sem fannst í Hofkirkjugarði fyrir rúmu ári verður afhjúpaður til sýnis á Minjasafninu á Bustarfelli síðar í dag. Talið er að steinninn sé í hópi yngri rúnasteina sem fundist hafa hér á landi.Helgin: Leitað að aukaleikurunum í nýja austfirska kvikmynd
Austfirðingar þurfa ekki að láta sér leiðast um helgina en ýmislegt er á döfinni í fjórðungnum. Í Safnahúsinu á Egilsstöðum verður farið yfir sögu þýskra kvenna á Íslandi, haustgleði og töðugjöld verða í Burstafelli, skógarmessa í Heydalaprestakalli og tónleikar í sundlauginni í Neskaupsstað.