Allar fréttir

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best

Umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði er og á að vera fyrirferðarmikil í umræðu um stöðu sveitanna. Enda var málefnið eitt helsta umræðuefni á haustfundum Bændasamtaka Íslands. Uppkaup og jarðasöfnun fjárfesta og samkeppnisstöðu landbúnaðar. Um stöðu ungra bænda og eldri bænda sem væru að afhenda bú sín til yngri kynslóða.

Lesa meira

Upptökur frá framboðsfundum

Upptökur frá framboðsfundi Austurgluggans/Austurfréttar með oddvitum allra framboða í Norðausturkjördæmi, sem haldinn var í Valaskjálf á fimmtudagskvöld, eru nú aðgengilegar á bæði YouTube og hlaðvarpsformi.

Lesa meira

Rammaáætlun er forsenda orkuöflunar

Alþingiskosningar ber brátt að garði. Þar skipar undirrituð 2. sætið á lista VG í norðausturkjördæmi. Ég bý á Björgum í Kinn í Þingeyjarsýslu þar sem systir mín og ég tókum við búi 2017 af foreldrum okkar. Þar er mjólkurframleiðsla, umfangsmikil jarðrækt, kornrækt og örfáar kindur.

Lesa meira

Rödd nærsamfélagsins um breytta neyslumenningu

Bestu þakkir til Tehússins og allra sem mættu á viðburð um nægjusemi á Egilsstöðum þriðjudagskvöldið 12. nóvember s.l. Húsfyllir var með um 40 manns. Fulltrúar þriggja kynslóða, þau Guðmundur Ármannsson á Vaði, Guðrún Schmidt hjá Landvernd og Glúmur Björnsson jarðfræðingur báru saman bækur sínar um mikilvægi nægjusemi með tilliti til velferðar manns og náttúru, og fengu svo salinn með í umræðurnar. Viðburðurinn er hluti af hvatningarátaki Landverndar og Grænfánaverkefnis undir heitinu Nægjusamur nóvember.

Lesa meira

Skora á sveitarstjórnir austanlands að beita sér fyrir lausn í kjaradeilu kennara

Fjölmennur hópur kennara gekk í dag áleiðis frá Valaskjálf að Tehúsinu á Egilsstöðum til að bæði sýna stuðning sinn við þá kennara í landinu sem þegar eru í verkfalli en jafnframt til að skora á sveitarstjórnir á Austurlandi að beita sér fyrir lausn kjaradeilu kennara við íslenska ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar