Upptökur frá framboðsfundum

Upptökur frá framboðsfundi Austurgluggans/Austurfréttar með oddvitum allra framboða í Norðausturkjördæmi, sem haldinn var í Valaskjálf á fimmtudagskvöld, eru nú aðgengilegar á bæði YouTube og hlaðvarpsformi.

Á fundinum var leitað svara við þeim málefnum sem helst brenna á austfirskum kjósendum. Komið var víða við, meðal annars rætt um fiskeldi, vegagerð, bílastæðagjöld, kostnað við flugsamgöngur, veiðigjöld, jafnréttismál, heilbrigðismál og raforkuframleiðslu með vindmyllum.

Um 80 manns mættu í Valaskjálf en að jafnaði rúmlega 100 manns fylgdust á hverjum tíma með vefútsendingu auk þess sem mun horfðu á hluta fundarins.

Fyrir þau sem ekki hafa enn náð að hlusta á fundinn þá er hann nú aðgengilegur í tvenns konar formi. Hægt er að horfa á hann á YouTube-rás Austurfréttar, en hann er einnig aðgengilegur í hlaðvarpsformi, annað hvort beint hér í gegnum hlaðvarpsaðgang Austurfréttar, í gegnum Spotify eða með RSS-straumi.

Þessu til viðbótar er vert að minnast á að oddvitafundur RÚV er einnig aðgengilegur hér á Austurfrétt og í gegnum Vimeo.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.