Allar fréttir

Fíflarækt í Bleiksárhlíð

Kona hafði samband við Austurgluggann í gærdag og vildi koma á framfæri undrun sinni yfir hversu Bleiksárhlíðin á Eskifirði væri seint slegin af bæjarstarfsmönnum, en hálfnað var að slá hana í gær. ,,Þeir passa sig á að fíflarnir séu farnir að gefa frá sér fræ, svo við höfum eitthvað að gera í görðunum okkar í sumar hér í Bleiksárhlíðinni," sagði hún og bætti við að starfsmennirnir sem væru við slátt sæju til þess að það af fræjunum sem ekki hefði þegar fokið í garða íbúa, feyktist þangað núna. ,,Væri ekki ráð að skipuleggja bæjarvinnuna aðeins betur? Í stað þess að hafa ungmennin hangandi yfir sömu blómabeðunum dagana langa mætti skipta þeim niður og hefja slátt í hlíðinni mun fyrr en gert hefur verið til þessa," sagði konan og býr sig undir að sleppa ferðalögum og stinga þess í stað upp fífla í garðinum hjá sér í allt sumar.

dandelionseedhead.jpg

Husky-hundar í Höfðavík

Um næstu helgi verður haldið fyrsta Icehuskymótið (landsmót eigenda Husky-hunda) í Höfðavík í Hallormsstaðarskógi. Hjördís Hilmarsdóttir segir þetta eiga að verða árvissan viðburð, en mót verði haldin til skiptis í öllum landsfjórðungum. Búist er við um fimmtíu manns með á milli 20 og 30 hunda og verður reist tjaldborg í Höfðavíkinni.

husky2.jpg

Lesa meira

Átta umsóknir um Hallormsstað

Alls bárust átta umsóknir um skólastjórastöðu á Hallormsstað. Umsækjendur eru Anna Heiða Óskarsdóttir, Daníel Arason, Dísa María Egilsdóttir, Helga Magnea Steinson, Hrefna Egilsdóttir, Íris Dóróthea Randversdóttir, Jóhannes Guðbjörnsson og Óli Örn Atlason. Helga Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi Fljótsdalshéraðs, segist vonast til að niðurstaða um ráðningu liggi fyrir eftir fund bæjarráðs 8. júlí næstkomandi.

fljtsdalshra_bjarmerki.jpg

Borgarafundur um Ormsteiti

ImageBorgarafundur um bæjarhátíðina Ormsteiti verður haldinn í Bragganum við Sláturhúsið á Egilsstöðum klukkan 20:00 í kvöld. Skipuleggjendur hátíðarinnar óska eftir hugmyndum og frumkvæði frá bæjarbúum til að gera góða hátíð betri. Dagskráin í ár verður kynnt á fundinum.

Hættulegur sparnaður

Þorkell Ásgeir Jóhannsson, yfirflugstjóri Mýflugs skrifar um sjúkraflug:     Þessi grein er ekki skrifuð til höfuðs ríkisstjórninni, stjórnmálasamtökum eða nokkrum opinberum stjórnvöldum. Enda er mér ljóst að enginn, í sporum núverandi landsfeðra okkar, er öfundsverður af sínu hlutskipti um þessar mundir, þar sem stoppa þarf í fjárlagagöt upp á hundruð milljarða, jafnvel svo að öryggishagsmunir hafa orðið að víkja. Nægir að benda á hvernig komið er fyrir þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. En ég tel mig knúinn til að koma á framfæri áhyggjum mínum um atriði þessu tengd, sem varða lífsgæði og -öryggi landsbyggðarfólks með beinum hætti, en þó þannig að fáum er það fullljóst.

orkell_sgeir_jhannsson_yfirflugstj_mflugs.jpg

Lesa meira

Hraðbraut eða hraðahindrun ?

Norðfirðingar ráku upp stór augu á mánudagsmorgun þegar þeir komu auga á hraðahindrun á þaki Verkmenntaskólans.

Lesa meira

Engin spákaupmennska hjá Alcoa

Alcoa Fjarðaál starfar í alþjóðlegu umhverfi, samkvæmt alþjóðlegum viðskiptasamningum og í nánu samráði við íslensk stjórnvöld, banka og raforkuframleiðendur. Milli Alcoa á Íslandi og ríkisvaldsins gildir sérstakur fjárfestingasamingur og hefur starfsemi fyrirtækisins frá upphafi verið í samræmi við hann. Engin breyting varð þar á við bankahrunið á Íslandi né heldur við gildistöku reglna Seðlabankans varðandi viðskipti með krónur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér í dag.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar