Hraðbraut eða hraðahindrun ?

Norðfirðingar ráku upp stór augu á mánudagsmorgun þegar þeir komu auga á hraðahindrun á þaki Verkmenntaskólans.

ImageHraðahindrunin, sem er að öllu venjulegu á Mýrargötunni beint fyrir ofan skólann, er frekar umdeild eins og aðrar í nágrenninu. Íbúarnir í nágrenninu vilja hafa þær en einhverjir eru það sem telja þær ekki nauðsyn.
Á undanförnum árum  hafa verið heitar umræður milli íbúa í ákveðnum hverfum og yfirvalda að fá hraðahindranir í íbúðahverfi og jafnframt um staðsetningu þeirra. Eftir að niðurstaða komst í þau mál eru síðan einhverjir sem finna hjá sér þörf fyrir að skrúfa þær upp og fjarlægja  og er þetta enn eitt dæmið um slíkt.
Norðfirðingar velta fyrir sér hverjir það eru sem fjarlægja hraðahindranirnar í bænum eru þetta einhverjir sem vilja lengja nám sitt í Verkmenntaskólanum og setja því hindrunina upp á þak skólans eða er þetta ábending um að sett verði upp harðbraut við skólann?

Austurglugginn/Áslaug

Image 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.