Allar fréttir

Fjarlægi bílhræ úr Breiðdalsheiði

Vegfarandi hafði samband við blaðið og sagði frá því að illa útleikið bílhræ sé skammt utan vegar í Breiðdalsheiðinni Héraðsmegin, skammt ofan Axarafleggjara. Hann segir líta út fyrir að menn séu að aka fram á alvarlegt bílslys og bregði því við, en raunin sé sú að bíllinn sé búinn að standa þarna í næstum hálft ár. Enginn virðist sýna tilburði til að fjarlægja hann, hvorki eigandi né yfirvöld. Bíllinn er illa leikinn, beyglaður, dekkjalaus og allar rúður mölvaðar úr. Vegfarandinn vildi skora á þar til bær yfirvöld að gangast fyrir því nú þegar að bíllinn verði fjarlægður.

bll_vefur_3.jpg

Dregur úr atvinnuleysi á Austurlandi

Atvinnuleysi hefur minnkað talvert á Austurlandi og eru nú rúmlega 270 atvinnulausir í fjórðungnum miðað við fimmhundruð þegar ástandið var hvað verst fyrir rúmum tveimur mánuðum. Þá var áberandi hversu margir karlar voru án atvinnu en nú er kynjahlutfall atvinnulausra svo til jafnt. Flestir eru nú atvinnulausir á Fljótsdalshéraði og næstflestir í Fjarðabyggð.

atvinnuleit_vefur_3.jpg

Austurglugginn í austfirsku knattspyrnunni

Nýr Austurgluggi kom út í dag. Auk frétta og annars efnis fylgir blaðinu sérblað um austfirska knattspyrnusumarið 2009. Þá er í Austurglugganum umfjöllun um hverju austfirsk sveitarfélög gætu staðið frammi fyrir finnist olía á Drekasvæðinu.

Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum og fótboltablaðið liggur frammi á helstu eldsneytissölustöðum fjórðungsins og er ókeypis.

ftbolti.jpg

Embættisfærsla aftur til ríkissaksóknara

Ríkisendurskoðun hefur lokið athugun á embættisfærslu yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar og vísaði í kjölfarið máli hans aftur til ríkissaksóknara til frekari meðferðar. Ríkissaksóknari hafði áður hafði vísað því frá, líkt og lögregluembættið á Eskifirði þar áður. Þá hefur Landlæknisembættið einnig lokið sínum athugunum á verklagi læknisins og gerir athugasemdir við það, en þó ekki þannig að ástæða sé til áminningar eða íþyngjandi aðgerða af hálfu embættisins.

 

Lesa meira

Landamerki Teigarhorns og Búlandsness staðfest

Hæstiréttur hefur staðfest ársgamlan dóm Héraðsdóm Austurlands um landamerki jarðanna Teigarhorns og Búlandsness í Djúpavogshreppi. Teigarhorn er í einkaeign en Djúpavogshreppur ræður Búlandsnesi. Eigendur á Teigarhorni hófu að girða við landamerki sem talin voru réttmæt, en Djúpavogshreppur fékk lögbann á framkvæmdina og lét dómtaka úrskurð um lögmæt landamerki. Bar landamerkjabréfum jarðanna þannig ekki saman. Dómur taldi landamerkjabréf Búlandsness gildara þar sem það er yngra og eru því landamerki staðfest samkvæmt því.

gamalt_kort.jpg

 

Dugnaðarforkur í Nesskóla

Björg Þorvaldsdóttir, deildarstjóri sérkennslu í Nesskóla í Neskaupstað, hlaut verðlaunin Dugnaðarforkur Heimilis og skóla á dögunum. Var hún ein þriggja sem hlaut slík verðlaun á landsvísu. Björg var tilnefnd af foreldrafélagi Nesskóla. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti verðlaunin. 38 tilnefningar bárust til foreldraverðlaunanna að þessu sinni og voru 34 verkefni tilnefnd.

bjor_thorvaldsdottir_nesskola.jpg

Lesa meira

Hreppurinn rekinn með hagnaði

Rekstur Borgarfjarðarhrepps var jákvæður um 14 milljónir króna árið 2008. Sveitarstjórn samþykkti ársreikninga hreppsins í vikunni.

borgarfjrur2_vefur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar