Allar fréttir

Ásókn í sjóði Fljótsdælinga

Tvær fjárbeiðnir frá hlutafélögum og hugmyndir um atvinnuuppbyggingu á svæðinu voru á dagskrá fyrsta fundar sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps á árinu.

 

Lesa meira

Vatnajökulsráðstefnan gagnrýnd

Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur skrifar: 

Þann 23. janúar 2009 var á Egilsstöðum haldin „Ráðstefna um Vatnajökulsþjóðgarð - Kynning á þjóðgarðinum og tækifærum í ferðaþjónustu.“  Þetta var í raun engin ráðstefna, því að menn réðu þar ekki ráðum sínum, heldur var stillt upp fjölda fyrirlesara með tilheyrandi letursýningum á tjaldi, sem þeir lásu svo upp eða skýrðu, eins og nú er farið að tíðkast, og gerir mönnum torvelt að fylgjast með, þar sem þeir þurfa samtímis að hlusta og horfa. Fyrirspurnir voru að vísu leyfðar og undir lokin var almennum fundargestum gefinn kostur á tjá sig í hálftíma eða svo.

Lesa meira

Snarpar hviður í Öræfasveit

Búast má við mjög snörpum vindhviðum í Öræfasveit og NV-lands, að sögn Veðurstofunnar. Norðaustan og austan 8-15 metrar á sekúndu eru víðast hvar á landinu en 13-18 m/s norðvestanlands og með suðausturströndinni. Síðdegis lægir suðaustanlands en áfram verður hvassviðri norðvestantil á landinu. Búist er við rigningu með köflum en slyddu eða snjókomu til fjalla  en úrkomulítið á Norðurlandi og austanlands um hádegi. Hiti verður 1 til 8 stig, hlýjast suðaustanlands. 

Lesa meira

Þungatakmarkanir á vegum á Austurlandi

Færð á Austurlandi er nú víðast hvar sæmileg, nema á fjallvegum, þar sem er hálka og hálkublettir. Að mestu autt með ströndinni. Öxi og Hellisheiði eru ófærar og mikil hálka á Fjarðarheiði og Vopnafjarðarheiði, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Á Suðausturlandi er greiðfært.

Þungatakmarkanir hafa verið auknar á Austurlandi:

Lesa meira

Framtíðarhagsmunir í verndun norðurslóða

,,Framtíðarhagsmunir okkar sem þjóðar felast í verndun norðurslóða fyrir mengun og að hlýnun fari þar ekki úr böndunum. Því ætti Ísland að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að öll áform um olíu- og gasvinnslu í Norður-Íshafi verði stöðvuð og alþjóðlegt samkomulag verði gert um verndun þessa svæðis í líkingu við það sem í gildi er umhverfis suðurheimsskautið," skrifar Hjörleifur Guttormsson í grein í Morgunblaðinu í vikunni.

drekasv_772090.jpg

Lesa meira

Á að bíða í aðra 106 daga spyrja mótmælendur

Í dag var mótmælafundur í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum, annan laugardaginn í röð. Um 80 manns sóttu fundinn. Frummælendur voru þau Guðveig Eyglóardóttir bóndi og Þórður Mar Þorsteinsson menntaskólakennari.

Ráðherrum ríkisstjórnarinnar var öllum boðið til fundarins með almenningi á Egilsstöðum. Björn Bjarnason svaraði einn ráðherra og vísaði til fyrri samskipta sinna við fundarhaldara, sem kallað hefði hann fasista. Hann myndi því ekki koma. Þá svaraði aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra því að ráðherrann hefði nóg á sinni könnu og kæmist ekki.

vefur_meginmynd.jpg

Lesa meira

Kyndistöð á Hallormsstað

Um allnokkurt skeið hefur verið unnið að undirbúningi tilraunaverkefnis í húshitun á Hallormsstað. Áætlað er að setja upp tæknivædda kurlkyndistöð sem sér grunnskólanum, íþróttahúsinu, sundlauginni, Hússtjórnarskólanum, hóteleiningu og nokkrum íbúðarhúsum á staðnum fyrir kyndingu, en undirbúningur er nú á lokastigi.

kyndist.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar