Allar fréttir

Fornbílum fagnað

Grunnskólabörn á Stöðvarfirði tóku vel á móti glæsilegum fornbílunum í gær sem taka þátt í góðaksturkeppni breska bílaklúbbsins HERO. Bílarnir komu síðar um daginn meðal annars við hjá Alcoa á Reyðarfirði og í Shell á Egilsstöðum. Fornbílarnir og gamaldags klæddir bílstjórarnir vöktu að sjálfsögðu verskuldaða athygli hvar sem þeir komu.

Lesa meira

Skriðuföll á Fagradal

 Þjóðveginum um Fagradal hefur verið lokað vegna skriðufalla um óákveðinn tíma. Ausandi rigning hefur verið á Fagradal í dag. Líklegt er að vegurinn verði opnaður aftur með morgninum.

Fundað vegna fjárhagsstöðu HSA

Þingmenn Norðausturkjördæmis funda í hádeginu vegna fjárhagsstöðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA). Fundurinn er haldinn að frumkvæði þingmanna Framsóknarmanna.

 

Lesa meira

Lokað fyrir rafmagnið hjá HSA?

Samkvæmt heimildumAusturgluggans er fjárhagsleg staða HSA, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, vægt til orða tekið bágborin þessa dagana. Fjárheimildir virðast ekki duga fyrir útgjöldum og er fjöldi lánadrottna orðin óþolinmóður vegna stöðunnar. hsa_rafm.jpg

Lesa meira

Ben Hill með Hetti

Ben Hill frá Nýja Sjálandi sem spilaði með Hetti í körfunni á síðasta tímabili er mættur aftur til Egilsstaða. Hann segist ætla að spila með Hattarliðinu í vetur, en um tíma leit út fyrir að hann spilaði með Njarðvíkingum í vetur.

ben.jpg

Lesa meira

Ekið á ungan dreng á reiðhjóli

Ekið var á 11 ára gamlan dreng í Fellabæ á fimmta tímanum í dag. Drengurinn var á reiðhjóli. Hann er ekki talinn alvarlega slasaður en var þó fluttur með sjúkraflugi til Akureyrar. Þar mun hann gangast undir ýtarlega rannsókn. Þetta kom fram í svæðisfréttum RÚV í dag. 22-1.jpg

Lokasprettur hreindýraveiða

Um eitthundrað og fimmtíu hreindýr voru óveidd af leyfilegum kvóta þegar seinasta vika hreindýraveiðitímabilsins rann upp.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.