Allar fréttir

Fljótsdalshérað í skuldabréfaútboð

Bæjarráð Fljótsdalshérað hefur afráðið að sveitarfélagið fari í allt að þriggja milljarða króna skuldabréfaútboð í samræmi við lánsfjárþörf Fljótsdalshéraðs næstu þrjú árin.

Á fundi bæjarráðs 14. janúar síðastliðinn kynntu bæjarstjóri og fjármálastjóri viðræður sem fram hafa farið við fjármálastofnanir í tengslum við lánsfjármögnun fyrir sveitarfélagið. Samþykkti bæjarráð í framhaldi að undirbúningur skyldi hafinn að skuldabréfaútboði.

merkid.jpg

ME í sjónvarpið

Mennaskólinn á Egilsstöðum tryggði sér í kvöld sæti í fjórðungsúrslitum spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Liðið lagði lið Menntaskólans á Ísafirði í gríðarlega spennandi keppni, 16-14. Menntskælingar gátu ekki dulið hamingju sína eftir keppnina.

Lesa meira

Mótmælafundur í kvöld?

Kvittur er á Egilsstöðum um að mótmælendur ætli að safnast saman á planinu hjá Kaupfélagi Héraðsbúa kl. 20 í kvöld. Um skipulögð mótmæli virðist ekki vera að ræða, en svo virðist sem hugur sé í fólki eystra, ekki síður en í Reykjavík og um allt land.

Fljótsdalshérað gerist aðili að Evrópusáttmála um jafnrétti

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að sveitarfélagið gerist aðili að Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum. Var tillaga þar um samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar um miðjan janúar.

04_16_18---people-on-the-move_web.jpg

Lesa meira

Fólk safnast saman á kaupfélagsplaninu

Fólk var byrjað að safnast saman á kaupfélagsplaninu á Egilsstöðum laust fyrir klukkan hálf átta í kvöld og hvatti Egilsstaðabúa og alla sem vilja til að mæta sem fyrst með potta, pönnur og annað slagverk og mótmæla ríkisstjórninni.

Næsti skipulagði mótmælafundur mun að sögn forsvarsmanna verða á laugardaginn kemur í Tjarnargarðinum og hefst klukkan 15.

Mótmælt í miðbæ Egilsstaða

Um þrjátíu manns þegar mest lét stóðu mótmælavakt í miðbæ Egilsstaða í kvöld og kröfðust þess að ríkisstjórnin færi frá. Voru mótmælendur með gjallarhorn og ýmis ásláttarhljóðfæri til að undirstrika kröfu sína. ,,Ekki meir Geir" hljómaði í kvöldloftinu. ,,Við ætlum að hittast hér aftur annað kvöld kl. 20 og halda áfram mótmælum" sögðu ungar konur sem staðið höfðu mótmælavaktina frá því um kvöldmatarleytið. Fólkið kveikti eld á planinu og notaði til þess vörubretti. Óeinkennisklæddur lögreglumaður birtist þegar líða tók á mótmælafundinn og tók mynd af viðstöddum. Fundurinn fór einkar friðsamlega fram.

mtmli_vefur_1.jpg

Lesa meira

Til gagns og fegurðar í Safnahúsi

Á morgun, fimmtudag, opnar ljósmyndasýning í Safnhúsinu á Egilsstöðum. Hún ber heitið „Til gagns og fegurðar“. Myndirnar á sýningunni eru fengnar úr samnefndri sýningu sem var í Þjóðminjasafni Íslands fyrri hluta árs 2008. Þema „Til gagns og fegurðar“ er útlit og klæðaburður Íslendinga á árabilinu 1860-1960.

images.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.